SPÓI - 63m2 með svefnlofti

3 herbergi með 30fm svefnlofti

Spói er glæsilegt heilsárshús að grunnstærð 63fm og þar að auki er 30fm svefnloft.

 

Húsið samanstendur af forstofuinngangi, 2 svefnherbergum, stofu, eldhúsi og baðherbergi auk svefnloftsins.  Baðherbergi er með sér útihurð, hugsað til að komast beint í og úr pottinum.  Við bjóðum upp á þrjár útgáfur á þessu húsi.

 

Húsið er fullbúið að utan, klætt með standandi greniklæðningu. Gluggar og hurðir komnar í.   Þakjárn og fylgihlutir koma með í pakkanum.  Allir gluggar og hurðir eru með þreföldu gleri.

 ​

Húsið kemur í stórum einingum. Einingarnar eru settar eru saman á hornunum.

Öll okkar hús koma fullmáluð (2 umferðir) að utan með þekjandi eða litlausri fúavörn.

Litamöguleikar fjölmargir.

SPÓI V1 

SP%C3%93I%20RED1%20-%2063%20m2%20LOFT_ed

SPÓI V2

Sp%25C3%25B3i%2520V2%2520Red4_edited_edi

SPÓI V3 

Sp%25C3%25B3i%2520V3%2520Svart4_edited_e

SPÓI V4

Spói Svart.png

GÆÐAHÚS Á FRÁBÆRU VERÐI

Allar okkar byggingalausnir eru framleiddar í samræmi við íslenskar byggingareglugerðir

og mæta öllum Íslenskum stöðlum. Hægt er að velja úr fjölda teikninga af stöðluðum einingahúsum. Einnig er hægt að breyta stöðluðum teikningum og aðlaga húsin að þörfum hvers og eins.  

 

Húsið er fullbúið að utan, klætt með standandi greniklæðningu, gluggar og hurðir komnar í.  Þakjárn og fylgihlutir koma með í pakkanum.  Athugið að öll okkar hús koma fullmáluð að utan, með tveimur umferðum af málningu.