1612192678544_edited.jpg

GRUNNUR

TEKTA einingahúsin eru miðuð við að fara á steypta sökkla/plötu. En það er einnig hægt að kaupa aukalega timbur- gólfeiningar til að setja á dregara (ef þess er þörf).

Það má áætla að það taki 1-2 vikur að gera sökkul/plötu tilbúna. 

_edited.jpg

AFHENDING

Afhending TEKTA einingahúsanna er í samræmi við gerðan kaupsamning hverju sinni. Venjulegur framleiðslutími er um 8-10 vikur.

 

Við bjóðum upp á afhendingu beint á verkstað, hvert á land sem er.  Húsin eru farmtryggð alla leið á verkstað.

Flutningstími má áætla um 2 vikur.

1613916421090.jpg
1613914867553_edited.jpg

FLUTNINGABÍLL

Húsið kemur í stórum einingum. Einingarnar eru settar eru saman á hornunum.  Öll okkar hús koma fullmáluð (2 umferðir) að utan með þekjandi eða litlausri fúavörn. Litamöguleikar fjölmargir

1612385305295_edited.jpg
1613914867509_edited.jpg

UPPSETNING

Húsin koma í stórum einingum sem er raðað saman á byggingarstað samkvæmt teikningu.

Uppsetning er mjög fljótleg og tekur um   
2 daga fyrir 100 fermetra hús. 

 

1613914523430_edited.jpg
1612886720068_edited.jpg

ÞAKUPPSETNING

Þakið kemur í stórum einingum sem einfaldlega eru skrúfaðar ofan á límtrésbita í mæni og ofan á útveggi.

1612950080117_edited.jpg
1613912456150_edited.jpg

ÞAK FRÁGANGUR

Frágang á þaki þarf að vinna eftir að einingum hefur verið komið fyrir.  Ganga þarf frá þakpappa, lektum og báru- eða stölluðu þakjárni, áfellum á þak og rennum.

1613912456168_edited_edited.jpg
1612950080429_edited.jpg

FRÁGANGUR

Útveggja- og þakeiningar koma einangraðar með rakavarnarlagi. Veggirnir þurfa að vera opnir að rakavarnarlagi til að byggingafulltrúi geti gert úttekt á einingunum, óski hann eftir því. Með húsinu fylgir efni í lagnagrind ásamt gifsplötum til að klæða þak- útveggi og milliveggi.

 

Allir milliveggir koma samsettir og  önnur hlið klædd með OSB plötum, einangrun og OSB plötur á hina hliðina fylgja með.

1613933877143.jpg