Uppsetning | Www.tekta.is | Ísland
top of page

GRUNNUR

TEKTA einingahúsin eru miðuð við að fara á steypta sökkla/plötu.  Það er einnig hægt að kaupa aukalega timbur- gólfeiningar til að setja á dregara. Þessar gólfeiningar koma í stað steyptrar plötu.

Það má áætla að það taki 1-2 vikur
að gera sökkul/plötu tilbúna. 

Kaupandi sér um að undirstöður hússins séu tilbúnar fyrir afhendingardag eininga á verkstað.

AFHENDING

Afhending TEKTA einingahúsanna er í samræmi við gerðan kaupsamning hverju sinni. 

Við afhendum einingarnar beint á verkstað og eru þær farmtryggðar alla leið. 

UPPSETNING

Húsin koma í stórum einingum sem er raðað saman á byggingarstað samkvæmt teikningum.​.

Fyrsta skrefið er að leggja festingarreimi fyrir inn- og útveggi á plötuna með múrboltum. Þetta er gert áður en reisning hefst og krani kemur á svæðið.

Kaupandi þarf að setja einingarnar upp/saman og ganga frá þakstáli og þakkanti (við getum aðstoðað kaupanda við að finna iðnaðarmenn í verkið ef þörf er á). 

 
Áætla má að uppsetning á húseiningunum taki

um 1 til 2 daga (með krana og 4 mönnum).

ÞAKUPPSETNING OG
FRÁGANGUR AÐ UTAN

Þakið kemur í stórum einingum sem einfaldlega eru skrúfaðar ofan á límtrésbita í mæni og ofan á festingar í útveggjum.  Frágang á þaki þarf að vinna eftir að einingum hefur verið komið fyrir.  Ganga þarf frá þakpappa, lektum, þakstáli, þakkanti og rennum.

Frágangur á útveggjaeiningum innfelur að loka og ganga frá einingasamsetningum.

Hægt er að reikna með að það taki 2 menn um

5 til 10 daga að ganga frá þessum þáttum (klára húsið alveg að utan).

INNIFRÁGANGUR

Útveggja- og þakeiningar koma einangraðar með rakavarnarlagi (rakavarnarlag fyrir loft þarf að setja eftir á). 

 

Með húsinu fylgir efni í lagnagrind (sem er komin á útveggja einingar) ásamt gifsplötum til að klæða útveggi, milliveggi og loft.   Allir milliveggir koma samsettir og  önnur hlið klædd með OSB plötum, einangrun og OSB plötur á hina hliðina fylgja með.

Frágangur innanhúss er á ábyrgð kaupanda.

 

bottom of page